föstudagur, 2. maí 2008

Surkin



Surkin er nafn sem hefur verið á hraðri leið upp stiga vinsældana seinustu ár og er það ekki að ástæðulausu. Þegar þú ert ungur, ferskur og kemur með nýjan blæ í tónlistina þá kemur ekki á óvart að tónlist þín verði vinsæl.

Surkin hefur remixað lög fyrir menn eins og Justice, Chromeo og Boys Noize og þau eru þekkt fyrir að vera í topp gæðum eins og sést vel á þessum lögum:

Justice - DVNO (Surkin Remix)
Chromeo - Fancy Footwork (Surkin Rogue Teen Remix)


Nýútkomin er platan Next Of Kin EP, sem er fyrsta smáskífa Surkin til að vera gefin út. Þessi plata er tær snilld og öruglega með því betri sem við munum heyra í langan tíma.

Surkin - Next of Kin
Surkin - White Knight Two

Ég bíð spenntur eftir að heyra meira í Surkin.

Á meðan við bíðum hef ég handa ykkur 5 min mix sem Surkin gerði. Hann tók saman allan feril sinn og setti í 5 minútna mix. Takið ykkur smá stund og hlustið á þetta. Institubes eru meiraðsegja að hýsa þessu á síðunni sinni fyrir ykkur.

Engin ummæli: