laugardagur, 31. maí 2008

Daft Punk aftur í stúdíóið!


Þið lásuð rétt. Eftir að hafa fengið vafasama gagnrýni fyrir Human After All en samt náð að eignast heiminn með tónleika ferð sinni, Alive 2007, eru vélmennirnir komnir aftur á skreið! Í nýlegu viðtali við In The Mix sagði Pedro Winter, betur þekktur sem Busy P, eigandi Ed Banger plötufyrirtækisins að Daft Punk væru komnir aftur í stúdíóið í Frakklandi.


Ekkert er vitað um nafn plötunnar eða hvernig hún mun hljóma en það er varla hægt að búast við neinu lélegu frá þessum goðum meðal manna. Margir halda að platan muni koma út í 2009 til að halda í við 4 ára hefðina, Homework 1997, Discovery 2001 og Human After All 2005 en það eina sem er vitað um það er það sem Pedro sagði í viðtalinu:

“They are slow, you know. They are taking their time, and they have a right.”

Pedro sagði líka að hann muni hætta sem umboðsmaður hljómsveitarinnar til að einbeita sér að Ed Banger og sinni eigin tónlist þótt samband hans við strákanna fari öruglega ekki að hrörna eftir 12 ára samstarf.

Engin ummæli: