laugardagur, 26. apríl 2008

Proxy


Ímyndaðu þér Tsjernobyl. Ímyndaðu þér geislavirkni. Ímyndaðu þér tónlist sem er margfalt geislavirkari heldur en sprungið kjarnorkuver. Þetta er tónlistin semProxy gerir.

Proxy, eða Zhenya, er 24 ára kjeppz frá "Dirty Moscow". Sextán ára að aldri hóf hann starfsferil sinn sem raftónlistarmaður þegar hann læddist að heiman og snéri plötum í skítugum klúbbum í nágrenninu. Núna, átta árum seinna, er Proxy orðinn heimsfrægur og hefur fengið opinbera hylli frægustu plötusnúðum heims og má þar helst nefna Erol Alkan, Tiga, Justice, Boys Noize og David Guetta(lol).

Proxy er skráður á Turbo Recordings, plötufyrirtæki hins víðfræga Tiga, og hefur gefið út fjöldan allan af plötum þaðan eins og t.d.

Destroy
og
Decoy

En Proxy er ekki bara í því að gefa út heimsendandi frumsamin lög því hann gerir líka geislavirk remix. Nýlega var gefin út platan Oi Oi Oi Remixed á Boys Noize Records sem samanstendur af remixum eftir nokkra helstu raftónlistarmenn heimsins, eins og t.d. Feadz, Para One og Surkin. Átti Proxy ekki færri en tvö remix á þeirri plötu.

Boys Noize - Let's Buy Happiness (Proxy Remix)


Proxy gerir öll lögin sín með sínum Roland V-Hljóðgerfli.

"I bought my FAVORITE Roland V-Synth, it had such a great sound! I love it! Very Proxy sound like WAU WAU WAU."

Uppáhaldslögin hans á þessarri stundu eru:

1. ZZT - Lower State of Consiousness [Original Mix]
2. Justice - DVNO [Justice Remix]
3. SebastiAn - Dog
4. The Proxy - Raven
5. Skream - Oskilatah

1 ummæli:

Tumi sagði...

lofar frekar góðu!