Hvað er málið með að vera franskur grafískur hönnuður og gera guðdómlegt electro? Er einhver tíska í gangi?
Danger. Danger. Hvað skal segja? Hann notar þétt sánd sem saman stendur af mjög 90's-legum synthum og áhrif sín frá heimi tölvuleikjatónlistar til að búa til bestu raftónlist síðan Daft Punk, eða jafnvel fyrir þá líka, og með því gerist hann eitt það ferskasta sem fyrirfinnst í dag.
En það er ekki nóg að heyra bara tónlistina því hugmyndin á bak við tónlistina er alveg helmingur upplifuninnar. Þessari hugmynd fæst varla lýst með orðum.
Hann notar tvo persónuleika, svarta rándýrseðlislega manninn og svo venjulega strákinn, til að skapa sýndarveruleika sem tónlistin byggist á. Venjulegi strákurinn opnar augun. Hann er í regnskógi. Hann hleypur, hleypur langt. Er bara að hlaupa og flýja undan einhverju, en hann veit ekki hverju. Danger segist sjálfur hafa mjög mikinn áhuga á forn-egyptskri menningu og það er ótrúlega kúl hvernig hann gerir píramída alveg ótrúlega epíska og notar þá til að framkalla þessa sterka tilfinningu sem fylgir tónlistinni hans.
Danger spilar eingöngu sín eigin lög og sín eigin remix þegar hann spilar á tónleikum og birtist hann alltaf alsvartur með hvítglóandi augu.
Danger live at trashbags
Danger er duglegur að semja tónlist og er hann búinn að gefa frá sér smáskífuna 14 / 09 / 2007, sem innihélt 3 lög og eitt remix eftir DatA, á Ekler'o'shock Records. Hann er svo duglegur að skapa tónlist að það mætti halda að hann túraði aldrei, en það er rangt því hann er nýkominn heim eftir að hafa túrað um Ástrálíu. Hann hefur nú þegar remixað 5 lög á þessu ári, þar á meðal eurovisionlag frakka, sem verður á opinberi 12'' sem gefin verður út ásamt upprunalega laginu og remixi eftir Midnight Juggernauts seinna í maí.
Danger - 11h30
Danger - 11h30 (DatA Remix)
Danger - 14h54
Danger - 19h11
Danger - Revolte at 22h10 (sem er remix af laginu Weak Generation með Revolte)
Sebastién Tellier - Divine (Danger Remix)
"Do you believe that the image you project is as important as your music? Why?
Yes, Absolutely. One doesn’t work without the other. & for me, I need to associate everything with music. The music which is the strongest is that which attaches itself firmly to reality, at least those which have the means to do so."
"Au Revoir!
A Bientot!!"
og, já, hann er franskur
1 ummæli:
Þetttaaa er brjáááááálað..........
Skrifa ummæli