mánudagur, 30. júní 2008

Love Motel og Division Kent

Maður að nafni Stefan, frá Sviss, hafði samband við mig áðan og sagðist vera að gera kynningarvinnu fyrir Love Motel og Division Kent. Hann sendi mér feitan remix-pakka af Love Motel lögum og taster remix af Division Kent(sem ég hafði aldrei heyrt um en ætla núna að kynna mér!).

Love Motel eru tveir strákar frá Sviss sem spila frekar glam-rockað pop í anda tvítugasta áratugarins. Kíkiði á myspacið þeirra og sýnið þeim smá ást, þeir eiga það skilið því þeir eru tyttjýjaðslega góðir!

Love Motel - Cosmic Love (GRUM Remix)
Love Motel - Dial God USA (Leonard de Leonard Remix)
Love Motel - Soft (Glitchbitch Re-Flex)


Svo kemur að Division Kent. Þau eru tvö og spila rafmagnaða tónlist (smá) í anda Portishead en segjast taka áhrif alla leið frá Sonic Youth, Blonde Redhead og My Bloody Valentine! Sky Antinori spilar á syntha, gítar og alls konar en Andrea B. syngur listilega. kíkið á myspacið þeirra líka, þau eiga það skilið.

Division Kent - L'heure Bleue (Keenhouse Remix)

Engin ummæli: